Hvammstangi er tilvalinn áfangastaður ferðamanna og er þar mjög góð sundlaug, gott tjaldsvæði í skjólgóðum hvammi með þægilegu þjónustuhúsi og tengingum fyrir tjald- og húsvagna.
Skagaströnd státar af frábærum golfvelli þaðan sem stórkostlegt útsýni er yfir Húnaflóa og yfir á Strandir. Í bænum er gott tjaldstæði með framúrskarandi aðstöðu. Á Skagaströnd er líka sundlaug og heitur pottur með útsýni yfir víðáttumikið haf.
Kauptúnið Grenivík stendur undir fjallinu Kaldbak sem er 1173 m hátt. Skemmtilegar gönguleiðir eru upp á Kaldbak, en fyrir þá sem kjósa léttari leiðir er Þengilhöfði ákjósanlegri en það er 260 m hátt fjall suður af Grenivík.
Það er einhver annar bragur yfir Akureyri en öðrum bæjum á Íslandi. Þar finnur þú alla þá þjónustu sem hugurinn girnist í þægilegu umhverfi. Menningin blómstrar í bænum, þar er nægt úrval gisti- og veitingastaða, og líka hægt að kíkja í búðir þá sjaldan að veðrið er til vandræða.
Grímsey er græn, grösug og einstaklega gjöful eyja. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið, til þess eins að stíga norður fyrir baug.
Auk náttúruskoðunar er ýmsa aðra afþreyingu að finna á svæðinu, stórkostlega vel útbúin sundlaug er á Blönduósi þar sem allt er til staðar og himneskt er að njóta kaffibolla í heita pottinum á meðan börnin leika sér í vaðlauginni eða renna sér í brautunum.
Bakkafjörður býður upp á ótalmarga útivistarmöguleika, gönguferðir, fuglaskoðun, fjöruferðir og fleira. Gaman er að skoða gömlu höfnina og lífið í kringum þá nýju sem er skammt innan við þorpið.
Kópasker er vinalegt sjávarþorp í Núpasveit við austanverðan Öxarfjörð sem rekur sögu sína aftur til ársins 1879 er það varð löggildur verslunarstaður.
Fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar frá fyrstu hendi er Dalvík í Dalvíkurbyggð tilvalinn áfangastaður en sveitarfélagið liggur við náttúruparadísina Tröllaskaga auk þess að hafa frábært aðgengi að sjó.
Hjalteyri er smáþorp á vesturströnd Eyjafjarðar. Þar var ein af aðalstöðvum síldveiða snemma á 20. öldinni. Í gömlu síldarverksmiðjunni fer nú fram mikil uppbygging þar eru haldnar listsýningar, þar er köfunarþjónusta, sútun, hákarlaverkun auk þess sem hópur áhugamanna um gamla bíla hefur haslað sér völl á Hjalteyri.
Á Hauganesi er elsta hvalaskoðun landsins, Whale Watching Hauganes, en þeir hafa 27 ára reynslu í bransanum! Þar er einnig afar vinsæll og einstakur veitingastaður, Baccalá Bar, þar sem hægt er að gæða sér á allskonar gómsætum réttum þó sérstaklega þurfi að mæla með djúpsteiktum saltfiski og frönskum eða saltfiskpizzunni.
Árskógssandur í Dalvíkurbyggð er þéttbýliskjarni sem stendur niður við sjó og tengir saman land og eyju en skipið Sævar siglir milli Árskógssandar og Hríseyjar.
Náttúruperlan Hrísey liggur um miðbik Eyjafjarðar. Þar er lítið sjávarþorp sem býður upp á ýmislegt sem ferðafólki kemur til góða, t.d.sundlaug, lítið gistiheimili, veitingahús, tjaldsvæði, kaffihús og verslun.
Mikil náttúrufegurð er í Ólafsfirði og margar góðar gönguleiðir eru á svæðinu. Ólafsfjörður hefur síðustu ár orðið sífellt vinsælli áningarstaður ferðalanga, enda er hann rómaður fyrir fegurð, kyrrð og ró.
Siglufjörður býr að stórbrotinni náttúrufegurð, þar sem möguleikar á sviði útivistar og tómstunda eru hreint óþrjótandi. Náttúran er ávallt innan seilingar, hvort heldur haldið er í gönguferðir, skellt sér á skíði eða veitt í vötnum, ám eða sjó, ásamt fjölþættum gönguleiðum um fjöll og dali.
Flott útsýni og fyrir þá sem eru með sundföt meðferðis er tilvalið að skella sér í sjósund og slaka svo á í heitu pottunum sem staðsettir eru í flæðarmálinu.
Skilti við veg nr.85 vísar á bílastæði við Rauðanes. Falleg gönguleið í kringum skagann býður uppá stórkostlegt útsýni yfir ströndina og bergmyndanir hennar.
Eyjan er í einkaeigu og til að verja fuglana fyrir truflun er ekki mögulegt að fara í land. Þó má finna þúsundir lunda á sundi og köfun um alla eyjuna.
Þessi töfrandi staður er á malarvegi nr. 711, töluvert frá ströndinni. En þetta náttúrulega virki er staðsett uppá hæð og býður því uppá stórkostlegt útsýni yfir ströndina og Húnaflóann.
Þetta nýlega byggða minnismerki eins og risastórt sólarlag sem miðar að því að ná geislum sólarinnar, varpa skugganum á nákvæma staði og fanga ljósið á milli hliðanna.
Farið inná malarveg nr. 869 og þannig inná Langanesið. Við bæinn Ytra-Lón er hægt að leggja bílnum og njóta útsýnisins. Einnig er tilvalið að fara í göngu niður að ströndinni.
Keyrið veg nr.76 frá Siglufirði og til norðurs. Eftir að komið er útúr Strákagöngum er fínt bílastæði sem gott er að stoppa á og býður uppá hinn fullkomna stað til að njóta miðnætursólarinnar.
Falleg en stutt gönguferð frá þorpinu í Hrísey sem liggur að hæðsta punkti eyjarinnar. Þar er tilvalið að slaka á og njóta miðnætursólarinnar í friðsælu andrúmslofti í miðjum Eyjafirði.
Milli jarðganganna tveggja sem tengja Ólafsfjörð og Siglufjörð saman er lítill áningastaður þar sem hægt er að leggja bílnum og fara í gönguferð um Héðinsfjörð.
Skilti merkt Ánastaðastapi við veg nr.711 sýnir hver bílastæðið er. Notið stigann til að fara yfir girðinguna og gangið stuttan spöl niður hlíðina, meðfram litlum læk og niður á strönd. Hér finnur þú fallegan sjóklett, Ánastaðastapa.
Það eru nokkrir áningarstaðir við Norðurstrandarleið þar sem þú getur lagt bílnum. Á þessum stöðum er oft hægt að fá upplýsingar um svæðið sem þú ert á og sums staðar eru borð og bekkir sem hægt er að nýta jafnvel til að borða nesti.
Það eru nokkrir áningarstaðir við Norðurstrandarleið þar sem þú getur lagt bílnum og notið útsýnisins. Á þessum stöðum er oft hægt að fá upplýsingar um svæðið sem þú ert á og sums staðar eru borð og bekkir sem hægt er að nýta jafnvel til að borða nesti. Vinsamlegast taktu ruslið með þér í næsta þorp og finndu endurvinnslusvæði. Þau eru staðsett í flestum bæjum og þorpum.
Það eru nokkrir áningarstaðir við Norðurstrandarleið þar sem þú getur lagt bílnum og notið útsýnisins. Á þessum stöðum er oft hægt að fá upplýsingar um svæðið sem þú ert á og sums staðar eru borð og bekkir sem hægt er að nýta jafnvel til að borða nesti. Vinsamlegast taktu ruslið með þér í næsta þorp og finndu endurvinnslusvæði. Þau eru staðsett í flestum bæjum og þorpum.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Þessi útsýnisstaður er staðsettur sunnan við gamla bæinn á Blönduósi, uppá háum klettum og býður uppá útsýni til norðurs. Farið af hringvegi nr.1 og keyrið inní gamla bæinn, fylgið bláum skiltum sem eru merkt "útsýnisstaður".
þetta nýlega byggða minnismerki eins og risastórt sólarlag sem miðar að því að ná geislum sólarinnar, varpa skugganum á nákvæma staði og fanga ljósið á milli hliðanna.
Frá Digranesvita er útsýnið yfir Bakkaflóann engu líkt. Gott er að leggja bílnum á Bakkafirði og ganga áleiðis að eyðibýlinu Steintúni og svo dálítið lengra.