Lítið blátt skilti við veg nr. 85 vísar á bílastæði við Rauðanes. Það er skilti á staðnum sem gefur upplýsingar um leiðina og svæðið. Fjölmargar fallegar klettamyndanir er að finna hjá Rauðanesi og auðvelt að ganga í kringum skagann. Leiðin er merkt 6km og tekur um 2,5 tíma.
Ekki er hægt að gang þessa leið í snjó.