öryggi á ferðalagi í fyrirrúmi
Ísland er eitt öruggasta land í heimi. Glæpatíðni er einstaklega lág og læknisþjónustan er framúrskarandi. Það er engu að síður nauðynlegt að hafa varann á þegar ferðast er um landið vegna hinna ýmsu hætta sem náttúran og veðrið geta skapað og aðstæður geta breyst fyrirvaralaust.
Náttúran er það helsta sem dregur ferðalanga til Íslands og þó hún sé falleg, þá getur hún verið óvægin og óútreiknanleg. Það er því mikilvægt að vera undirbúinn og meðvitaður um hugsanlegar hættur, en einnig að vita hvernig á að bregðast við – og helst koma í veg fyrir- í hættulegum aðstæðum. Björgunarsveitirnar starfrækja nytsamlegan upplýsingavef, Safetravel.
Íslenska veðrið er þekkt fyrir að vera óútreiknanlegt og breytilegt milli landssvæða og því er brýnt að fylgjast vel með veðurspám og aðstæðum til ferðalaga. Þetta á sérstaklega við um hálendið og að vetrarlagi, en varúð ætti að vera viðhöfð öllum stundum. Veðurstofan og Vegagerðin veita frekari upplýsingar.
Hér er hægt að fá gagnlegar upplýsingar fyrir öryggi á ferðalagi
Veðurspár frá Veðurstofu Íslands
Færð á vegum hjá Vegagerðinni
App á vegum íslenska neyðarnúmersins með staðsetningarþjónustu.
Taktu ávallt með þér viðeigandi búnað. Fjallgöngur krefjast sérstaks búnaðar, jöklaferðir annarskonar og jeppaferðir enn annars. Í hópferðum og með leiðsögn ætti skipuleggjandi ferðarinnar að veita upplýsingar um hvaða búnaðar er þörf. Lista yfir nauðsynlegan búnað fyrir mismunandi afþreyingu má finna inn á safetravel.is. Á listunum er undantekningalaust að finna hlý föt og samskiptatæki.
VEGIRNIR ERU MISMUNANDIFyrir þá sem keyra á Íslandi er nauðsynlegt að kynna sér ástand vega og tryggja að ökutækið sé í góðu ásigkomulagi. Vertu líka viss um að ökutækið henti þeirri ferð sem þú hefur í huga. Sem dæmi er nauðsynlegt að vera á fjórhjóladrifnu ökutæki ef halda á upp á hálendið, þar sem víða þarf að keyra grófa kafla og óbrúaðar ár. Hálendisvegir eru lokaðir yfir veturinn og aðrir vegir lokast stundum einnig vegna veðurs. Upplýsingar um ástand þeirra má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar
Sumir vegirnir á Norðurstrandarleið eru ómalbikaðir og ættu að vera keyrðir gætilega til þess tryggja öryggi þitt og lágmarka hættu á skemmdum á ökutæki þínu. Hætta er á hvössum vindi árið um kring, svo alltaf er réttast að kynna sér veðurspár. Lestu meira um það að keyra Norðurstrandarleiðina hér.
Íslenska neyðarnúmerið er 112. 112 Íslands appið gerir þér einnig kleift að hafa samband við neyðarþjónustuna og hjálpar þeim líka að staðsetja þig ef vandmál kemur upp. Aldrei hika við að nota þetta númer.
Láttu umhverfið ekki trufla þig. Það er auðvelt að gleyma sér í íslensku landslagi sem virðist oft ekki vera af þessum heimi, en gættu alltaf að því hvar þú stígur og hafðu augun á veginum. Ef þú villist skaltu ekki ráfa um. Það að halda kyrru fyrir auðveldar björgunarfólki að finna þig.
Umfram allt skiptir öllu að vera búinn undir það að keyra á Íslandi. Það að kynna sér aðstæður eykur líkur þínar á öruggu ferðalagi.