Hversu mikinn tíma þarf ég?
Gefðu þér tíma þegar þú skipuleggur ferðina. Aðstæður á Norðurstrandarleið, vegirnir, veðrið, hversu afskekkt svæðið er, allt þetta krefst þess að þú gefir þér góðan tíma innan ferðaáætlunarinnar. Landslagið á leiðinni býður upp á mikla töfra fyrir þá sem taka sér tíma í að njóta þess hverju sinni. Það að upplifa alla leiðina og eyjurnar sem eru hluti af henni tekur um 9 daga.
ætlar þú að koma utan sumartímabilsins?
Vor, haust og vetur eru fallegar árstíðir til þess að kynnast Norðurstrandarleið. En þar sem það getur snjóað á þessum árstímum (september – maí) verður þú að fylgjast með ástandi vega og veðurspám og hafa ferðaáætlunina sveiganlega í samræmi við það.
gefðu þér tíma, því norðurstrandarleiÐ:
Býður ferðamönnum að gerast ferðalangar og fer með þá í ferðalag í anda ævintýramennsku og landkönnunar. Ferðalangar á Norðurstrandarleið munu fara lengra en flestir sem halda sig við hringveginn. Vegirnir, sem eru mjóir og oft ómalbikaðir, hlykkjast um 6 skaga; einn er óbyggður, þrír státa einungis af örfáum bóndabæjum og þorpum og bjóða upp á ómælt landrými til þess að njóta frelsis og þvælast utan alfaraleiðar.
Það snýst ekki bara um að keyra, heldur að bjóða þig velkominn á leið þar sem sögur og upplifanir leynast handan við hverja hæð og bakvið hverja beygju. Það hvetur gesti til að sökkva sér í náttúruna og orku hennar og nota dagana í allskonar afþreyingu, allt frá þægilegum ævintýrum yfir í erfiðar áskoranir og að fylgjast með villtu dýralífi.
Býður þér að hægja á þér og hafa það gott. Það er kjörið fyrir þá sem lifna við þegar þeir stíga út í villta náttúru og finna kraftinn í stoppunum á milli áfangastaða– eða óvæntra stoppa vegna veðurs, en það er öflug áminning um kraft náttúrunnar þar sem ískalt hafið mætir kraumandi hrauni landsins.
Er aldrei eins! Hér finnur þú 900 km sem bíða þess að vera kannaðir, en ferðina má hinsvegar ekki mæla í vegalengdum, heldur óvæntum augnablikum sem gera það að verkum að gestir vilja koma aftur og aftur. Hin dramatíska ljósabreyting úr miðnætursól sumarsins yfir í norðurljósin og litbrigði vetrarsins og svo sterka liti haustsins, allt býður þetta upp á nýjar upplifanir, ævintýri og sögur til þess að segja.