Mikil náttúrufegurð er í Ólafsfirði og margar góðar gönguleiðir eru á svæðinu. Ólafsfjörður hefur síðustu ár orðið sífellt vinsælli áningarstaður ferðalanga, enda er hann rómaður fyrir fegurð, kyrrð og ró.
Á veturna er Ólafsfjörður sannkölluð vetrar- og skíðaparadís og draumur útivistarmannsins og á sumrin eru það fjöllin, sjórinn, Ólafsfjarðarvatn og svört sandfjaran sem heilla.
Í stórbrotnu landslagi fjarðarins má finna fjölbreyttar gönguleiðir um fjöll og dali og njóta einstaks útsýnis í kyrrð og ró. Yfir sumartímann er hægt að horfa á miðnætursólina dansa á sjóndeildarhringnum áður en hún rís að nýju og á vetrum eru norðurljósin stórfengleg.
Afþreyingarmöguleikar eru nánast ótæmandi. Í Ólafsfirði er 9 holu golfvöllur, sundlaug, glæsilegt náttúrgripasafn, fjöldi gallería, tvo veitingahús, hótel, gistiheimili og verslun.