Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á söguna ásamt því að sagan er rituð neðar á síðunni.
Sagan er lesin af Vilhjálmi Bergmanni Bragasyni.
"Árið 2020 eru 44 ár liðin frá því síðasta þorskastríðinu milli íslendinga og Breta lauk og lögsaga Íslands var færð úr fimmtíu sjómílum í 200. Ég ætla að fjalla um dalvískan vinkil í síðasta þorskastríðinu, sem sumir segja að hafi ráðið úrslitum um farsæl lok þeirrar deilu. Aðalsteins Loftsson lét smíða skuttogara í Póllandi sem kom til Dalvíkur í júnímánuði 1974. Aðalsteinn átti fyrir síldveiðiskipið Loft Baldvinsson EA 24 sem var það skip islenska flotans sem var með mesta aflaverðmæti ár eftir ár á þeim tíma. Togarakaupin voru liður í væntanlegri endurskipulagningu útgerðar og fískvinnslu Aðalsteins. Togarinn, sem bar nafnið Baldur EA 124, var systurskip nokkurra annarra togara sem komu um svipað leyti til landsins.
Skipin þóttu hin glæsilegustu í alla staði. Öll aðstaða var til fyrirmyndar, bæði fyrir áhöfn og til vinnu. Það var mikil breyting frá síðutogurunum sem þessir togarar tóku við af. Þessir togarar voru um 60 metra langir og 11 metra breiðir og mældust 741 brl.
Aðstæður Aðalsteins breyttust hinsvegar þannig að það varð úr að hann seldi togarann og varð það úr að ríkissjóður keypti hann. Var tilgangur ríkisins með kaupunum að Hafrannsóknastofnun eignaðist skipið, en fyrst fékk Landhelgisgæslan það til afnota og var þá Baldur orðinn varðskip og kominn í stríð .
Þriðja þorskastríðið er landhelgisdeila Breta og íslendinga sem stóð frá 1975 til 1976. Islenska ríkisstjórnin ákvað að landhelgin skyldi fœrð út ennfrekar og í þetta skipti í 200 sjómilur. Þann 15. nóvember 1975 tóku nýju lögin gildi. Bretar mótmæltu að venju hástöfum og neituðu að samþykkja útfærsluna og þann 16. nóvember 1975, aðeins sólarhring eftir að lögin tóku gildi, varð breski togarinn Primella frá Hull fyrir togvíraklippunum. Deilurnar voru nú komnar á háskalega braut og beittu Bretar bœði dráttarbátum og freigátum til ásiglinga á íslensku varðskipin sem aftur á móti voru óþreytandi við að klippa aftan úr bresku togurunum. Islendingar tóku til þess ráðs að breyta skuttogaranum Baldri EA 124 í varðskip og reyndist hann betri en enginn því hvorki meira né minna en þrjár breskar freigátur þurftu, áður en yfir lauk, að sigla til Bretlands til viðgerða eftir árekstur við Baldur. Islendingar slitu stjórnmálatengsl við Bretland í febrúar 1976 og hótuðu þvi að ganga úr NATO. Bretar og Islendingar funduðu í Osló þann 23. maí árið 1976 og náðust loks samningar og lauk þar með þorskastriðinu í júni sama ár."