Lundar eru stundum kallaðir trúðar „hafsins” og á ensku er hópur lunda oft kallaður sirkus, sem virðist vel við hæfi. Þessi sérstaka tegund með sinn litríka gogg er ofarlega á óskalista margra sem heimsækja lönd á norðlægum slóðum yfir það sem þeir vilja sjá í ferðinni. En í Grímsey, sem er eini staðurinn á Íslandi á heimskautsbaugnum, er einstakt tækifæri til þess að sjá ys og þys þessara „trúða“, ekki einungis á flugi, heldur líka ofan í sjónum, því lundar eru flinkir kafarar. Að snorkla í hafinu í kringum heimskautaeyju er einstakt ævintýri og – ef veður leyfir – gætur þú jafnvel snorklað yfir heimskautsbaug!
Sjórinn í kringum Grímsey er kristaltær og neðansjávar iðar allt af lífi, ýmiskonar sjávargróður þrífst á botninum og innan synda þorskar, ýsur, krossfiskar, skarkolar og ufsar. Hvalir eru líka sjaldnast langt undan. Lundar eru sumargestir og því eru tækifærin til þess að sjá þá bundin við sumarmánuðina, frá miðjum apríl fram í miðjan ágúst.