Hótel Tindastóll
Njótið rómantískrar dvalar á einu elsta hóteli landsins, Hótel Tindastóli (hótel síðan 1884), þar sem andi liðinna tíma svífur yfir vötnunum. Hótelið var tekið til gagngerar endurgerðar árið 2000 og eru þar nú 10 herbergi með baði í gömlum og rómatískum stíl og 10 í nútímastíl en allt með nútíma þægindum; sjónvarpi, interneti og síma. Í hótelgarðinum er hlaðin laug þar sem hótelgestir geta átt notalega stund í kvöldkyrrðinni.
Hótelið er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Í næsta nágrenni við hótelið er margt að finna s.s 3 veitingastaði, bakarí, sögu- og fuglaskoðunar ferðir út í Drangey, Minjahús, golfvöll, þreksal og góðar gönguleiðir.
Hvað er betra en að skreppa á skíðasvæðið í Tindastóli, fara í rómantíska göngu eftir fjörunni og njóta alls þess sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða í afþreyingu, mat og drykk.