Hótel Blönduós er nýuppgert hótel með langa sögu. Vorið 2023 var blásið til nýrrar sóknar og opnað endurnýjað hótel með 19 herbergjum af ýmsum gerðum; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Baðherbergi er á öllum herbergjum sem og sturta en fjölskylduherbergin eru með baði. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann.
Fjölbreytt úrval veitinga:
Apótekarastofan: hluti af Hótel Blönduósi. Er staðsett í Helgafelli Aðalgötu 8, þar var apótek sýslunnar til húsa áður fyrr. Boðið er upp á á kaffi og kökur, súpur og fleira og rólegt umhverfi í þessum elsta hluta bæjarins.
Einnig eru ýmsar vörur til sölu, sem gætu hentað heimamönnum og ferðafólki. Þar á meðal gönguskó, fatnað, matvöru notaðan borð borðbúnað og fallega handunna dúka.
Lögð er áhersla á umhverfi og endurvinnslu. Húsgögnin okkar og borðbúnaður er að mestu notaður.
Í Apótekarastofunni er heimilislegt andrúmsloft. Að auki er boðið upp á fjölbreytta viðburði eins og prjónakvöld, tónleika og ýmislegt fleira.
Krúttvagninn: matarvagn sem býður upp á skyndibita og er yfirleitt staðsettur á Blönduósi, við ÓB stöðina.
Sýslumaðurinn: veitingastaður Hótels Blönduóss. Lögð er mikil áhersla á gæði hráefnisins og leitumst við eftir því að vera með lambakjöt, kindakjöt og lax sem hefur tengingu við svæðið enda er héraðið rómað fyrir gjöfulan landbúnað og heimsþekktar laxveiðiár. Einnig er hægt að fá vegan og grænmetisrétti.