Sauðaneshús á Langanesi

Sauðanes á Langanesi er fornfrægur kirkjustaður sem staðsettur er 7 km norðan við Þórshöfn. Prestsbústaðurinn á Sauðanesi, Sauðaneshús, er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum, hlaðið úr grágrýti árið 1879, afar sjaldgæf bygging og er einstakt á landsvísu. Í kringum 1957 fór Sauðaneshús í eyði og stóð það kalt og yfirgefið í nærri 40 ár. Um 1990 var ákveðið að endurreisa húsið, sem þá var að hruni komið, og var reist nánast frá grunni, stein fyrir stein og fjöl fyrir fjöl, en endurbyggingin tók um 11 ár. Fallega endurbyggða húsið hýsir nú sýninguna “Að sækja björg í björg” sem unnin var á árunum 202-21. Þar er hægt að fræðast um lífið á Langanesi á þeim tíma sem búið var í Sauðaneshúsi og hvernig prestsbústaðurinn var í raun miðpunktur samfélagsins á svæðinu.

Opið frá 15. júní til 15. ágúst, 11-17. Lokað á mánudögum. Nánari upplýsingar: http://www.husmus.is