Dettifoss er aflmesti foss Íslands og vatnsmesti foss í Evrópu. Hann er 44 metra hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Hvergi upplifir maður smæð mannsins eins skýrt og við þennan mikilfenglega foss.
Vestan megin Jökulsár er vegur 862. Hann er með bundið slitlag og fær öllum bílum að Dettifossi. Það er þó ekki vetrarþjónusta við hann enn sem komið er. Auðvelt er að komast að Vesturdal frá vegi 862.
Frá Dettifossi og áfram suður að þjóðvegi 1 er malbikaður vegur en án vetrarþjónustu frá 1.jan til 30. mars. Dettifoss er hluti af Demantshringnum, sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is
Austan megin Jökulsár á Fjöllum er vegur 864. Það er malarvegur sem er aðeins opinn á sumrin er fær öllum bílum en vegfarendur þurfa þó að miða ökuhraða við ástand vegarins hverju sinni.
Afgreiðslutími í Gljúfrastofu 2023:
16. jan - apr: 11-15 mánudaga til föstudag
maí: 10-16 alla daga
jún - ágú: 9-17 alla daga
sept - okt: 11-16 alla daga
nóv - 15. des: 11-15 virka daga
Til að skoða vefsíðuna okkar, vinsamlegast smellið hér .