Hótelið er miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða 193 km frá Reykjavík. 198 km eru frá Laugarbakka norður á Akureyri. Frá hótelinu er útsýni yfir Miðfjarðará, eina frægustu laxveiðiá landsins. Á leiðinni fyrir Vatnsnes eru söguslóðir Vatnsenda-Rósu og klettadrangurinn Hvítserkur gnæfir yfir sjávarmálinu. Grettir Ásmundarson, frægasti útlagi Íslendingasagnanna, ólst upp í Miðfirði og úti á Húnaflóa háðu Þórður kakali og Kolbeinn ungi einu sjóorrustuna við Ísland, Flóabardaga árið 1244.
56 herbergi öll með baði eru á Hótel Laugarbakka.
Erum með 1×1, 1×2, 1×3, fjölskylduherbergi og junior svítur.
Öll herbergi eru útbúin með sjónvarpi, hárþurrku, tekatli-instant kaffi&te, baðvörum, og sloppum.
Restaurant Bakki og Bakki Bar er á hótelinu. Bistro staður með áherslur á mat úr héraði ásamt bar.
Fundar-og ráðstefnusalir eru á Hótel Laugarbakka, Ásdísarstofa fyrir minni fundi, Grettir fyrir stærri ráðstefnur.
Heitir pottar og útisturtur eru á hótelinu frítt fyrir gesti.
Frítt þráðlaust net í alrýmum hótelsins og í öllum herbergjum
Frí bílastæði
Útileiksvæði fyrir börn
Ýmis afþreying er í boði fyrir gesti, upplýsingar hægt að nálgast í móttöku og á heimasíðu okkar.
Birkividur studios
Á Hótel Laugarbakka er aðstaða fyrir æfingar og upptökur á tónlist. Upptökubúnaður er á staðnum.
Birkividur studios er ný aðstaða hjá okkur. Tilvalið fyrir tónlistarfólk: einstaklinga, kóra og hljómsveitir.
Sigurvald Ivar Helgason er umsjónaraðili fyrir stúdióið og veitir allar upplýsingar: birkividurstudios@laugarbakki.is
Bakki veitingastaður
Veitingastaðurinn Bakki er staðsettur á Hótel Laugarbakka. Markmiðið okkar er að vera eitt besta sveitahótel á landinu. Við leggjum áherslu á mat úr héraði, góður og ferskur matur úr sveitinni á sanngjörnu verði. Hráefni úr sýslunni er okkur hjartans mál, allt lambakjöt er úr Húnaþingi, nautakjöt frá bænum Jörfa, silungurinn af heiðinni og salat og jurtir frá gróðurhúsinu Skrúðvangi.
Opin fyrir morgunmat og kvöldmat. Hádegishópa þarf að panta fyrirfram.
Borðapantanir nauðsynlegar yfir sumartímann.
Gestir velkomnir af götunni.
Opnunartími veitingastaðar
- morgunmatur: 0700 - 1000
-hádegisverður: hlaðborð (panta fyrirfram)
-kvöldverður: 1800-2200