Gistiheimilið Lyngholt

Gistiheimilið Lyngholt hefur verið starfrækt síðan 1999. Við bjóðum upp á gistingu fyrir allt að 30 manns í fjórum húsum.

Tvö hús (Lyngholt og Þórshamar) eru hefðbundin gistiheimili með sameiginlegum snyrtingum og eldhúsaðstöðu. Tvö hús eru leigð sér þ.e. annað þeirra er stúdíóíbúð (Hellir) fyrir tvo og hitt er lítið einbýlishús (Þórshamar) með tveimur svefnherbergjum. Enn 1 skálinn er svo rétt við hornið sem býður uppá veitingar.

Kíkið á heimasíðu Lyngholts fyrir frekari upplýsingar og myndir af húsunum.  

Í nágrenni Þórshafnar eru fjölmargar fallegar gönguleiðir s.s. á Rauðanesi og Langanesi. Á Langanesi er tilvalið að eyða deginum með fjölskyldunni og skoða gömul eyðibýli, útsýnispallinn á Skoruvíkurbjörgum og gamla þorpið á Skálum.